Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Opna poppsýningu í Duushúsum
Þriðjudagur 14. júní 2005 kl. 10:50

Opna poppsýningu í Duushúsum

Sýning Poppminjasafns Íslands, Stuð og friður, áttundi áratugurinn, verður opnuð í Duushúsum, Reykjanesbæ, 17. júní, kl. 18:00

Þar verður sagt frá tímabilinu 1969 til 1979 í máli og myndum, tískan og tíðarandinn rifjuð upp auk þess sem helst var efst á baugi í tónlistarlífinu. Sýningahönnuður er Björn G. Björnsson. Stendur sýningin til 1. apríl á næsta ári og verður opin daglega frá kl. 13 til 18:30.

Poppminjasafn Íslands var stofnað árið 1998 með því að sýningin Bítlabærinn Keflavík var opnuð í veitingahúsinu Glóðinni. Þegar sýningin var tekin niður var safnið fært í umsjón Byggðasafns Reykjanesbæjar. Nú er unnið að mótun framtíðarstefnu fyrir Poppminjasafnið og er sýningin liður í að vekja athygli á safninu og þeim möguleikum sem slíkt safn hefur til að skapa áhugaverðar og fræðandi sýningar.

Mynd: Trúbrot var eitt af stærstu nöfnunum í tónlistarlífinu á öndverðum 8. áratugnum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024