Opinn sunddagur í Reykjanesbæ - frítt í sund fyrir alla fjölskylduna
Í tilefni af opnun nýrrar 50m innilaugar og vatnaveraldar í Sundmiðstöðinni við Sunnubraut bjóða Reykjanesbær og Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. Öllum íbúum til opins sunddags laugardaginn 13. maí n.k. frá kl. 13:00 – 17:00.
Á sunddeginum verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá og verður Rás 2 með beina útsendingu á staðnum. Sunddeildirnar hafa umsjón með dagskrá sem verður með heilsuívafi.
Boðið verður upp á heilsuhorn með ýmsu hollu góðgæði og fjölbreyttar kynningar er tengjast heilsu s.s. Boot camp í boði Lífstíls, Perlan kynnir Vatnsleikfimi og Flexibar.
Idolstjarnan Bríet Sunna treður upp kl. 15:00
Að auki verða eftirfarandi kynningar í boði:
Nudd, hómopatar, Íþróttaakademían, Perlan, Lífstíll og Upplýsingamiðstöð Reykjanes. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verður með heilsufarsmælingar, Suðurnesjadeild Rauða krossins verður með skyndihjálparkynningi og Sportbúð Óskars og K-sport kynna sundfatnað.
Velkomin í sund!
Mynd: Úr nýja vatnagarðinum sem opnaður var í dag. VF/Hilmar Bragi
Á sunddeginum verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá og verður Rás 2 með beina útsendingu á staðnum. Sunddeildirnar hafa umsjón með dagskrá sem verður með heilsuívafi.
Boðið verður upp á heilsuhorn með ýmsu hollu góðgæði og fjölbreyttar kynningar er tengjast heilsu s.s. Boot camp í boði Lífstíls, Perlan kynnir Vatnsleikfimi og Flexibar.
Idolstjarnan Bríet Sunna treður upp kl. 15:00
Að auki verða eftirfarandi kynningar í boði:
Nudd, hómopatar, Íþróttaakademían, Perlan, Lífstíll og Upplýsingamiðstöð Reykjanes. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verður með heilsufarsmælingar, Suðurnesjadeild Rauða krossins verður með skyndihjálparkynningi og Sportbúð Óskars og K-sport kynna sundfatnað.
Velkomin í sund!
Mynd: Úr nýja vatnagarðinum sem opnaður var í dag. VF/Hilmar Bragi