Opinn fyrirlestur um reykingar í Grunnskóla Sandgerðis
Krakkar í 7.ÖÆH í Grunnskóla Sandgerðis hafa haldið úti heimasíðu um reykingar. Þetta er partur af verkefninu „Reyklaus bekkur“ sem er herferð í grunnskólum landsins. Þarna má finna margar staðreyndir um reykingar og einnig heilræði til að hætta að reykja.
Á þriðjudagskvöldið ætlar bekkurinn að halda opinn fyrirlestur um reykingar kl. 20:00 á sal skólans en það er lokaverkefnið þeirra. Boðið verður upp á kaffi og með því í hléi ásamt skemmtiatriðum frá nemendum skólans.
Hægt er að skoða síðuna með því að smella hér.
[email protected]