Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 17. mars 2008 kl. 14:01

Opinn fundur um geðheilbrigðismál í Reykjanesbæ

Landssamtökin Geðhjálp standa fyrir opnum fundi um geðheilbrigðismál í Reykjanesbæ á morgun, þriðjudaginn 18.mars. Fundurinn er haldinn í Listasal Reykjanesbæjar í Duus húsum og hefst kl. 20:00.

til þessa fundar er boðað vegna heimsóknar Clare Dickens hingað til lands. Clare er höfundur bókarinnar „ÞEGAR LJÓSIÐ SLOKKNAR – Baráttusaga sonar og móður”.

Á fundinum mun Sigursteinn Másson ræða um geðhvörf og persónulegri upplifun sinni af bataferli og því sem ræður úrslitum um bata eða veikindi, þá fjallar hann um íslenska geðheilbrigðiskerfið og hugmyndir til breytinga.

Clare Dickens fjallar um reynslu sína og nýútkomna bók hennar og sonar hennar Titusar Dickens. Titus Dickens sonur Clare greindist með geðhvörf sextán ára gamall og saman hófu þau baráttuna við þennan erfiða sjúkdóm. Clare ákvað að skrifa ásamt Titusi bók um þessa baráttu til þess að saga þeirra gæti orðið öðrum til hjálpar. Bókin kom út síðla árs 2007, í inngangsorðum segir Sigursteinn Másson fyrrverandi formaður Geðhjálpar og ÖBÍ, m.a.: „Móðir mín var mín jörð, minn klettur í miðjum brotsjónum. Hún gafst ekki upp – góð móðir gerir það ekki. Í þrjú ár veitti hún mér stuðning, hlýju og skjól þegar heimurinn hrundi jafn mörgum sinnum. Clare Dickens er svona móðir.”, og síðar; „Clare var drifin af ást til sonar sins og sannfæringunni um að reynsla hennar og Titusar gæti hjálpað öðrum.”

Eggert Sigurðsson, fræðslu- og upplýsingafulltrúi Geðhjálpar, ræðir um nýjar áherslur félagsins og hvernig það ætlar að stuðla að breytingum á íslensku geðheilbrigðiskerfi vítt og breytt um landið í náinni samvinnu við heimamenn á hverjum stað. Bataferli verður að eiga sér stað í því samfélagi þar sem fólk lifir og starfar.

Fundurinn eru öllum opinn meðan húsrúm leyfir, boðið verður uppá umræður og kaffi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024