Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Opinn fundur um frístundir og liðveislu fatlaðra
Úr starfi liðveislu fatlaðra í Grindavík.
Þriðjudagur 14. október 2014 kl. 09:41

Opinn fundur um frístundir og liðveislu fatlaðra

Opinn fundur um frístundir og liðveislu fatlaðra í Grindavík verður haldinn þriðjudaginn 21. október kl. 17:30 - 19:00 í Miðgarði. Fundurinn er hluti af stefnumótun um frístundamál í Grindavík. Þetta kemur fram á vefsíðu Grindavíkurbæjar. Fatlaðir, aðstandendur og allir þeir sem hafa áhuga á málefnum fatlaðra eru hvattir til að mæta til að hafa áhrif á framtíðarsýn í þessum málaflokki.

Dagskrá:
1. Ruth Jörgensdóttir Rauterberg kynnir starfsemi í frístundamiðstöðinni Þorpinu á Akranesi.
2. Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir kynnir starfsemi endurhæfingahússins Hver á Akranesi.
3. Hlín Sigurþórsdóttir og Stefanía Sigríður Jónsdóttir frá Miðgarði fara yfir liðveislu (18 ára og eldri).
4. Hugmyndavinna vegna stefnumótunar um frístundir og liðveislu í Grindavík - Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024