Opinn fundur um ferðamál í Grindavík
Opinn fundur um ferðamál í Grindavík verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 27. janúar kl: 17:00, í Saltfisksetri Íslands í Grindavík. Ferða-og markaðsmálafulltrúi Grindavíkur mun fara yfir liðið ár og hvað er fyrir höndum. Markmið fundarins er að upplýsa bæjarbúa og fá álit á þeim verkefnum sem eru í vinnslu og hvað megin fara betur og hvernig við getum unnið úr því. Allir eru velkomnir, segir á vef Grindavíkurbæjar.