Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Opinn fundur Landsbankans í Stapa
Miðvikudagur 15. febrúar 2012 kl. 12:30

Opinn fundur Landsbankans í Stapa



Landsbankinn heldur fund í Reykjanesbæ um fjárfestingar, nýsköpun og uppbyggingu atvinnulífs á morgun, fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20 í Stapa. Á fundinum kynnir Steinþór Pálsson bankastjóri stefnu og áherslur Landsbankans og Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, flytur erindi um nýsköpun á Íslandi. Forsvarsmenn fyrirtækja kynna árangursrík verkefni auk þess sem þjónusta Landsbankans við nýsköpun og sprotafyrirtæki er kynnt.

Dagskrá fundarins:
19:30    Húsið opnar?

20:00   Steinþór Pálsson - „Landsbankinn heldur áfram“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

?20:15    Helga Valfells, frkvstj. NSA - „Nýsköpunarsamfélagið á Íslandi"“

20:45    Margrét O. Ásgeirsdóttir - „Nýsköpunarþjónusta Landsbankans“

?21:00    Erindi úr atvinnulífinu?

21:20     Pallborðsumræður með fyrirlesurum og stjórnendum bankans.

Að fundi loknum verður boðið upp á kaffiveitingar.

„Við vonum að þú sjáir þér fært að mæta og leggja þitt af mörkum við að gera þennan fund árangursríkan og uppbyggilegan. Við viljum eiga opinskáar umræður við landsmenn svo við getum bætt þjónustu okkar enn frekar.“