Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Opinn dagur á Ásbrú í dag
Fimmtudagur 19. apríl 2012 kl. 10:43

Opinn dagur á Ásbrú í dag

- Sumardaginn fyrsta klukkan 13.00-16.00

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í dag, Sumardaginn fyrsta er haldinn hinn árlegi Opni dagur á Ásbrú. Í Atlantic Studios verður sannkölluð Karnivalstemning að amerískum hætti. Þar verða Karnivalbásar með ýmsum skemmtilegum þrautum og fjöri, hryllilega skemmtilegt draugahús, hoppukastalar, frí andlitsmálun, Pollapönk, danssýningar frá Bryn Ballett, klappstýruatriði frá Fimleikadeild Keflavíkur, sölubásar með ýmsu góðgæti, fornbílaklúbbur sýnir ameríska kagga, Bifhjólasamtökin Ernir sýna hjólin sín ásamt risatrukkum Akstursíþróttafélags Suðurnesja. Þá verða lögreglu-, sjúkra- og slökkviliðsbílar til sýnis sem og herþota.

Mætið tímanlega - það verður margt að prófa og skoða! Dagskrá á sviði í Atlantic er öllum opin, frítt er í hoppukastalana og frí andlitsmálning en önnur skemmtun er á vægu verði í fjáröflunarskyni á vegum ýmissa íþróttafélaga á Reykjanesi.



Opið hús hjá Keili

Í tilefni opna dagsins er opið hús hjá Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs.

Í Keili verður kynnt námsframboð í hjá Háskólabrú, Flugakademíu, Íþróttaakademíu og í tæknifræðinámi (BS).

Geimferðastofnun NASA kynnir verkefni sín í Keili klukkan 13.00 og sýnir geimbúning.

Brynballett verður með dansatriði klukkan 14.00.

Klassart leikur ljúfa tóna eftir klukkan 14.00.

Stöðug dagskrá í Keili milli klukkan 13.00 og 16.00

Gestir geta prófað að lenda flugvél í glæsilegum flughermi Flugakademíu Keilis og Tern sýnir þrívíddar flugumferðarstjórnarhermi.

Skólamatur býður upp á kökur og kakó.

ÍAK Einkaþjálfarar veita góð ráð og bjóða upp á hreyfigreiningar og sýna leiðréttingaræfingar ef stoðkerfisvandamál eru í uppsiglingu.

Tæknifræðin sýnir stærstu róbota á landinu teikna myndir og hægt verður að fylgjast með efnafræðitilraunum.

Háskólabrú kynnir breyttar áherslur í kennslu.



Íbúð til sýnis á Ásbrú – Upplýsingar veittar í Keili.

Starfsfólk og kennarar Keilis taka vel á móti gestum og veita upplýsingar um allt sem við kemur því að læra hjá Keili eða búa á Ásbrú.



Opið hús í Eldey
Opinn dagur á Ásbrú sumardaginn fyrsta
Líttu við!

Eldey þróunarsetur verður með opið hús á morgun, sumardaginn fyrsta, í tilefni opins dags á Ásbrú frá kl. 13 - 16:00.
þar verða frumkvöðlar með opnar vinnustofur og Carpe Diem býður ókeypis prufutíma í markþjálfun.

Í Eldey er boðið upp á vinnuaðstöðu og stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki en alls starfa 11 sprotafyrirtæki í þróunarsetrinu.

Þau eru: Mýr design - Íris Rós leirlist - AwareGo - Nehemia - Rakennuskemia - Dís hönnun - Relevant web traffic - Ekron flugvélamálun - Sápan - Ugla - Dröfn Hlíðar - Carpe Diem.
Sjón er sögu ríkari - starfsmenn Heklunnar verða á staðnum og svara spurningum, heitt á könnunni.