Opin vinnustofa og kaffihúsakvöld í Eldey - myndir
Nýja opna vinnustofan í Eldey, frumkvöðlasetrinu á Ásbrú, er að koma skemmtilega út en þar starfa saman nokkrir hönnuðir og vinna að sinni fatahönnun. Í opnu vinnustofunni eru nú laus tvö pláss en þó nokkur ásókn hefur verið í vinnustofur í Eldey síðustu vikur, segir Dagný Gísladóttir, verkefnastjóri hjá Heklunni, í samtali við Víkurfréttir.
Hönnuðir í Eldey héldu fyrsta svokallaða kaffihúsakvöldið sl. fimmtudagskvöld, eins og greint hefur verið frá, þar sem gestir kynntu sér fjölbreytta hönnun í líflegri og skapandi stemmningu yfir kaffibolla og heimabökuðu meðlæti.
Stefnt er að því að halda opið kaffihús fyrsta fimmtudag í hverjum í mánuði. Myndir frá fyrsta kaffihúsakvöldinu eru komnar í myndasafn Víkurfrétta hér á vf.is.