Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Opin kóræfing í Duushúsum
Miðvikudagur 4. október 2017 kl. 15:00

Opin kóræfing í Duushúsum

- Heilsubætandi áhrif söngs kynnt á heilsuviku

Kór Keflavíkurkirkju verður með opna æfingu í Duushúsum miðvikudaginn 4. oktkóber í tilefni af heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ.

Söngur er streitulosandi og hjartastyrkjandi og því tilvalin heilsubót. Því verður gestum boðið að koma á æfinguna og hlýða á. Hver veit nema einhver endi í kórnum.

Kór Keflavikurkirkju hefur staðið í ströngu að undanförnu en í gær tók hann þátt í sjónvarpskeppninni Kórar Íslands sem sýnd er á Stöð 2. Þá er framundan fjölbreytt verkefni í vetur en stjórnandi er Arnór B. Vilbergsson organisti Keflavíkurkirkju.

Æfingin hefst kl. 18:00 og munu kórfélagar bjóða upp á heilsusamlegar veitingar á meðan á æfingu stendur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024