Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Opin dagur í kirkjum Suðurnesja
Sunnudagur 19. október 2008 kl. 11:07

Opin dagur í kirkjum Suðurnesja



Opinn dagur í er kirkjum Kjalarnesprófastsdæmis í dag og er boðið upp á trúar- og menningartengda dagskrá af því tilefni í kirkjum Suðurnesja.

Strax eftir hádegið eða kl. 13 verður dagskrá í Kálfatjarnarkirkju þar sem kór kirkjunnar syngur og Magnús Þór Sigmundsson syngur og leikur á gítar. Flutt verður ágrip af sögu kirkjunnar.

Í Innri-Njarðvíkurkirkju verður dagskrá kl. 14 þar sem flutt verður erindi um kirkjuna og muni í eigu hennar. Kirkjukórinn syngur og boðið verður upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili.  Dagskrá í Ytri Njarðvíkukirkju var í morgun kl. 11.

Í Keflavíkurkirkju hefst dagskrá kl. 15:15.  Flutt verður erindi um muni í eigu kirkjunnar. Kór kirkjunnar syngur á léttum nótum og boðið verður upp á kaffi í dagskrárlok.

Í Útskálakirkju verður dagskrá kl. 16:30 þar sem flutt verða fróðleg erindi. Eivör Pálsdóttir og kór Útskálakirkju sjá um tónlistarflutning.

Í Hvalsneskirkju verður dagskrá kl. 18 í svipuðum dúr en þar eru það Egill Ólafsson og Jónas Þórir sem sjá um tónlistarflutning ásamt kór kirkjunnar.

Í kvöld lýkur svo dagskrá í Grindavíkurkirkju kl. 20. Þar verða flutt fróðleg erindi um kirkjumuni og altaristöflu kirkjunnar, kór hennar syngur og nýlegt orgel mun hljóma. Boðið verður upp á kaffi á dagskrárlok.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Ytri Njarðvíkurkirkja.