Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Opin æfing hjá Kór Keflavíkurkirkju á heilsuviku
Miðvikudagur 5. október 2016 kl. 13:05

Opin æfing hjá Kór Keflavíkurkirkju á heilsuviku

Kór Keflavíkurkirkju tekur þátt í heilsuviku í Reykjanesbæ og verður með opna æfingu í Kirkjulundi í dag þar sem boðið verður upp á heilsusamlegt meðlæti.

Söngur er heilsulind hugans og rannsóknir hafa sýnt fram á heilsubætandi áhrif þess að syngja í kór, eða eins og sagt er: lífið er söngur og söngurinn er lífið. Á þetta minna kórfélagar en bjóða um leið gestum að fylgjast með því hvernig kóræfing fer fram og hlusta á fallega tónlist en jafnframt verður tekið vel á móti þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi kórsins.

Æfingin hefst kl. 18:00 og stendur til 20:00 með kaffihléi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024