Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Opin æfing hjá Kór Keflavíkurkirkju
Mánudagur 5. október 2015 kl. 07:00

Opin æfing hjá Kór Keflavíkurkirkju

-gestir gæddu sér á kaffi og kleinum og hlýddu á fagran söng

Kór Keflavíkurkirkju bauð gestum og nýjum kórfélögum á opna æfingu í Bíósal Duushúsa sl. miðvikudagskvöld en þar stendur nú yfir sýningin Kirkjan mín, kirkjan þín, kirkjan okkar allra í tilefni af 100 ára afmæli Keflavíkurkirkju.



Gestir gátu fylgst með því hvernig æfingar fara fram og nýir kórfélagar mótað sig við hópinn en kórinn syngur við athafnir í Keflavíkurkirkju s.s. guðsþjónustur og útfarir auk þess sem hann hefur getið sér gott orð fyrir metnaðarfulla viðburði og tónleika fyrir utan hið hefðbundna safnaðarstarf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Stjórnandi Arnór B. Vilbergsson og eru félagar í dag um 50 talsins.

Kórfélagar og gestir gæddu sér svo á kleinum og kaffi í æfingahléi en sýningin stendur fram eftir októbermánuði.