Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Opin æfing hjá Kór Keflavíkurkirkju
Frá flutningi kórsins á Jesus Christ Superstar
Mánudagur 28. september 2015 kl. 09:45

Opin æfing hjá Kór Keflavíkurkirkju

-kaffi, kleinur og kórsöngur

Kór Keflavíkurkirkju heldur opna æfingu í Bíósal Duushúsa miðvikudaginn 30. september kl. 18:00 þar sem nú stendur yfir sýningin Kirkjan mín, kirkjan þín, kirkjan okkar allra í tilefni af 100 ára afmæli kirkjunnar.

Alls starfa 50 félagar í kórnum sem stofnaður var árið 1942 og syngur hann við athafnir í Keflavíkurkirkju s.s. messur og útfarir en stendur jafnframt fyrir metnaðarfullum tónleikum á hverju ári undir dyggri stjórn organistans Arnórs B. Vilbergssonar.

Hér er kjörið tækifæri að kynnast starfi kórsins og tekið verður fagnandi á móti nýjum kórfélögum. Heitt á könnunni og kleinur í boði kórsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024