Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Opið Svið á Bryggjunni
Bryggjan í Grindavík. Ljósmynd: © Bergþór Gunnlaugsson
Föstudagur 23. október 2015 kl. 09:45

Opið Svið á Bryggjunni

Blásið er til októberfests á flottasta kaffihúsi landsins, Bryggjunni í Grindavík, nú á föstudaginn 23. október kl.21:00. Frítt er inn og allir hjartanlega velkomnir, segir í tilkynningu.

Að vanda ætla þeir Halldór Lárusson trommuleikari, Pálmi Sigurhjartarson píanóleikari og Þorgils Björgvinsson langspilsleikari að leika allt mögulegt og ómögulegt og er gestum velkomið að taka þátt, syngja, leika, dansa, spjalla og leysa lífsins vanda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024