Opið Sjóstangveiðimót í Grindavík
Opið sjóstangveiðimót á vegum Sjóstangveiðifélags Grindavíkur verður haldið dagana 14. og 15. júlí nk. og hefst mótið með mótssetningu fimmtudaginn 13. júlí kl. 20:00 í Kaffi Grindavík, í Grindavík. Dagskráin er svohljóðandi:
Fimmtudagur 13. júlí
20:00 Mótssetning í Kaffi Grindavík
Föstudagur 14. júlí
06:00 Farið úr höfn í Grindavík
Veitt til kl. 14:00
20:00 Aflatölur
Súpa og brauð í Kaffi Grindavík
Úrslit dagsins kynnt
Laugardagur 15. júlí
06:00 Farið úr höfn í Grindavík
Veitt til kl. 13:00
Afli móttekinn og veginn. Léttar veitingar við komu í land
20:00 Lokahóf og verðlaun
Lokahóf í Kaffi Grindavík. Húsið opnar kl. 19:00.
Kvöldverður, músík og dans.
Þátttökugjald er 14.000 krónur. Innifalið er auk keppnisgjalds, einn miði á lokahóf með kvöldverði. Aukamiði á lokahóf kostar 4500 krónur.
Þátttökuskráning tilkynnist til Sigurðar Garðars Steinþórssonar í síma 659-3417 eða Antons Þórs í 691-2745 fyrir klukkan 17:00 mánudaginn 10. júlí næstkomandi.
Gistingu fá finna í Gistiheimilinu Borg, sími 895-8686 og Gistiheimilinu Fiskanes sími 897-6388 og þar er boðið uppá 10 nýjar stúdíóíbúðir.
Af vefsíðu Grindavíkurbæjar