Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Miðvikudagur 31. október 2001 kl. 09:20

Opið hús í nýjum leikskóla

Ný leikskóli hefur verið tekinn í notkun í Vogunum. Fyrstu tvær deildirnar voru teknar í notkun eftir sumarfrí í ágúst en þriðja og síðasta deildin var tekin í notkun 10. otkóber sl. Gert er ráð fyrir að börnin þar verði búin í aðlögun um miðjan nóvember. „Þetta breytir mjög miklu fyrir foreldra og börnin en með þessu getum við því sem næst klárað biðlistann eftir leikskólaplássi hér í sveitarfélaginu“, segir Ragnhildur leikskólastjóri. Alls verða 75 börn á leikskólanum í vetur en 60 eru nú þegar kominn inn. „Það er miðjafnt eftir aldri hve mörg börn komast á deildirnar en ein deildin fer undir vöggustofu en yngstu börnin hjá okkur eru eins árs.“ Laugardaginn 3. nóvember nk. verður opið hús í leikskólanum frá kl. 13 til 16. Formaður byggingarnefndar flytur ávarp á hátíðinni en í kjölfarið sýna börnin skemmtiatriði en deginum lýkur með kaffi í boði foreldrafélagsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024