Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Opið hús í Myllubakkaskóla á álþjóðlegum degi kennara
Fimmtudagur 30. september 2010 kl. 10:39

Opið hús í Myllubakkaskóla á álþjóðlegum degi kennara


Foreldrar, starfsmenn Reykjanesbæjar, sveitarstjórn, fræðsluráð, gamlir nemendur sem og aðrir bæjarbúar eru boðnir velkomnir á opinn dag í Myllubakkaskóla í tilefni af alþjóðlegum degi kennara þann 5. október næstkomandi.

Skólinn verður opinn frá kl. 8:10 til 14:00 og verður heitt kaffi á könnunni. Nemendur munu veita leiðsögn um skólann, myndaalbúm verða til sýnis og sem og ýmis verkefni nemenda. Einnig verður boðið upp á myndasýningu.

Kennsla verður með heðfbundunum hætti eg allar kennslustofur verða opnar.

Stjórnendur, kennarar og annað starfsfólk Myllubakkaskóla vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024