Opið hús í Myllubakkaskóla á álþjóðlegum degi kennara
Foreldrar, starfsmenn Reykjanesbæjar, sveitarstjórn, fræðsluráð, gamlir nemendur sem og aðrir bæjarbúar eru boðnir velkomnir á opinn dag í Myllubakkaskóla í tilefni af alþjóðlegum degi kennara þann 5. október næstkomandi.
Skólinn verður opinn frá kl. 8:10 til 14:00 og verður heitt kaffi á könnunni. Nemendur munu veita leiðsögn um skólann, myndaalbúm verða til sýnis og sem og ýmis verkefni nemenda. Einnig verður boðið upp á myndasýningu.
Kennsla verður með heðfbundunum hætti eg allar kennslustofur verða opnar.
Stjórnendur, kennarar og annað starfsfólk Myllubakkaskóla vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta.