Opið hús í Keflavíkurkirkju á morgun
Málþing um varðveislu og breytingar á kirkjum var haldið í Keflavíkurkirkju í dag. Þessi upákoma var í tilefni þess að miklar framkvæmdir eru á döfinni við að endurnýja kirkjuskipið í Keflavíkurkirkju.
Á málþinginu voru fjölmörg fróðleg erindi, en á morgun verður opið hús í Keflavíkurkirkju sem opnar kl. 11. Þar verður gestum boðið að skoða myndir úr sögu kirkjunnar og frá starfinu. Einnig verður Matthias Ludwig með stutt erindi og kl. 12.40 syngur barnakór kirkjunnar undir stjórn Bylgju Dísar Gunnarsdóttur. Eru allir velkomnir.