Opið hús í Flugakademíu Keilis á laugardaginn
Flugakademía Keilis verður með opið hús, laugardaginn 7. apríl næskomandi kl. 12 - 14, þar sem gestir geta kynnt sér alþjóðlegt flugvirkjanám og atvinnuflugnám í fremstu röð. Skoðaðu stærsta flugvélamótor á landinu, fáðu þér sæti í orrustuþotu og skoðaðu fullkomna flugherma Flugakademíunnar, ásamt því að fræðast um námið og starfsmöguleika að því loknu.
Kynningarnar fara fram í verklegri aðstöðu flugvirkjanámsins að Funatröð 8 og í aðalbyggingu Keilis að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hægt verður að kynna sér námið og skoða aðstöðuna, ásamt því að hitta nemendur og kennara.
Pyslur og gos verða í boði í Funatröð. Allir velkomnir.