Opið hús hjá Sálarrannsóknafélagi Suðurnesja
Opið hús verður sunnudaginn 5. mars í húsi félags SRFS að Víkurbraut 13 í Keflavík kl. 20:30. Húsið verður opnað kl. 20:00, í boði verður hugleiðsla, heilun, spá og fleira. Enginn aðgangseyrir en selt verður kaffi á staðnum.
Föstudaginn 10. mars og mánudaginn 13. mars verða miðlarnir Guðrún Hjörleifsdóttir og Skúli Lórenzson með einkatíma í húsi SRFS. Upplýsingar í síma 421 3348.
Stjórnin