Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Opið hús hjá MSS
Þriðjudagur 14. maí 2013 kl. 13:07

Opið hús hjá MSS

Miðvikudaginn 15. maí verður opið hús hjá MSS frá kl. 16:30 – 19:00. Þá  verða námskynningar á fjölbreyttum námsbrautum sem í boði verða á haustönn 2013.

Fyrir þá sem vilja taka fyrsta skrefið í námi er úr mörgu að velja. Undirbúningsnám og grunnur í bóklegum almennum fögum er stökkpallur fyrir marga, Aftur í nám fyrir einstaklinga með lesblindu, starfstengt nám og smiðjur í kvikmyndun, hljóðvinnslu og tækni. Nýjar námsbrautir fyrir innflytjendur verða sömuleiðis kynntar.


Fyrir lengra komna verður kynning á fjarnámi  frá Háskólanum á Akureyri en H.A. býður fjarnám á öllum fræðasviðum sínum.

Undanfarna daga höfum við safnað saman reynslusögum fyrrum nemenda MSS. Við báðum þá að segja okkur hvaða áhrif nám hefur haft á líf og störf. Þar eru frábærar sögur af góðum árangri, auknu sjálfstrausti og nýrri framtíð með námi. Sögurnar verða sýnilegar á opnu húsi.

Verið hjartanlega velkomin til okkar í Krossmóann og takið með ykkur námsþyrsta vini og kunningja!
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024