Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fimmtudagur 10. júní 1999 kl. 21:23

OPIÐ BRÉF TIL BÆJARSTJÓRA REYKJANESBÆJAR

Ég undirritaður skora á þig að fara út á körfuboltavöllinn fyrir neðan skólann í Njarðvík og líta á ástand vallarins. Ég er viss um að þú myndir hætta í körfu eftir smástund, ekki vegna þess að þú sért svo lélegur, heldur vegna þess að aðstaðan þarna er ömurleg. Þar eru holur í vellinum og mjög gróft yfirborð sem gertur eyðilagt boltana og maður þyrfti ekki nama að stíga ofan í holurnar til að stórslasa sig. Þar sem ekki er um marga velli hér í Njarðvík að ræða, til að spila á, þá skora ég á þig að beita þér fyrir því að völlurinn verði lagaður svo við, sem höfum mikinn áhuga á að æfa og spila körfubolta, getum stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að slasa okkur. Með von um að þú beitri þér fyri bættum aðbúnaði á körfuboltavellinum við Grunnskólann í Njarðvík Virðingarfyllst Helgi Már Guðbjartsson Borgarvegi 48 Njarðvík
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024