Mannlíf

Óperuveisla í Hljómahöllinni
Föstudagur 24. ágúst 2012 kl. 16:55

Óperuveisla í Hljómahöllinni

Óperan Eugence Onegin eftir Tschaikovsky sem verður flutt í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ nú um helgina. Sýningar fara fram föstudaginn 24. ágúst og sunnudaginn 26. ágúst.

Jóhann Smári Sævarsson sem sér um leikstjórn á verkinu og leikur eitt aðalhlutverka sagði í samtali við Víkurfréttir að sviðsmyndin væri með þeim glæsilegri sem sést hefði hérlendis en verkið verður flutt í bæði Hljómahöll og Stapanum á tveimur sviðum þar sem áhorfendur verða í miklu návígi við leikarana.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Sýningin er gríðarlega metnaðarfull og fjöldi fólks er að leggja fram óeigingjarnt starf til þess að þessi uppfærsla verði að veruleika. Jóhann áætlar að 400 gestir komist fyrir á hverri sýningu. Minnt er á að miðasala er á midi.is og eru allir Suðurnesjamenn hvattir til að tryggja sé miða í tíma á þessa óvanalegu og spennandi sýningu.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25