Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 31. mars 1999 kl. 17:36

ÓPERUTÓNLEKAR DAVÍÐS OG SIGRÍÐAR

Suðurnesjabúarnir Davíð Ólafsson og Sigríður Aðalsteinsdóttir munu ásamt félögum syngja á tónleikum í Salnum í Kópavogi 6 og 7 apríl. Einnig syngur stór-tenórinn Tomislav Muzek sem tróð upp með Davíð og Steini Erlings hér í Njarðvík á nýárstónleikum frá Vín. Á dagskránni verða atriði úr óperum þar sem tveir eða fleiri syngja. Að auki munu Hulda Björk Garðarsdóttir, Sigurður Skagfjörð og Tonje Haugland frá Noregi syngja. Undirleikari er Kurt Kopecky frá Austurríki. Suðurnesjamenn eru hvattir til að mæta. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30, þriðjudaginn 6. og miðvikudaginn 7. apríl.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024