Ópera í Grindavík á morgun
Gunnar Kristmannsson baríton, Rósalind Gísladóttir mezzo-sópran,Valgerður Guðrún Guðnadóttir sópran og Frank Herlufsen píanóleikari flytja valin atriði úr Brúðkaupi Fígarós, einni af frægustu óperum Mozarts á morgun í Kvennó við Víkurbraut í Grindavík og hefjast þeir kl. 20:00. Víkurfréttir höfðu samband við Rósalindu og spurðu hana aðeins út í tónleikana.Hvernig tónleikar verða þetta?
Yfirskriftin á tónleikunum er “Brúðkaup Fígarós, valin atriði”. Við flytjum aríur, dúetta og tríó á þessum tónleikum. Það sem verður frábrugðið venjulegum tónleikum er að við verðum í búningum í anda 18. aldar og með leikræna tilburði.
Af hverju völduð þið þessa óperu eftir Mozart?
Mozart er í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum og Brúðkaup Fígarós er ein af frægustu óperum hans og er hún uppfull af skemmtilegri tónlist. Við áttum satt að segja erfitt með að velja úr óperunni, hefðum helst viljað setja upp alla óperuna, en við erum bara þrír söngvarar og píanóleikari.
Hafið þið áður haldið slíka tónleika áður?
Við höfum áður haldið tvenna tónleika saman, það voru óperutónleikar með okkur þremur og þremur söngvurum til viðbótar. Þeir tónleikar gengu mjög vel.
Hvernig lágu leiðir ykkar saman?
Við byrjuðum öll sama ár í söngskólanum í Reykjavík, þar lærðu Rósalind og Valgerður söng hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Gunnar hjá þeim Guðmundi Jónssyni og Bergþóri Pálssyni. Að námi loknu fór Valgerður í framhaldsnám til Englands en Gunnar og Rósalind til Spánar. Frank kynntumst við eftir að Gunnar og Rósalind fluttu til Grindavíkur þar sem Gunnar starfar sem skólastjóri tónlistarskólans í Grindavík og Frank og Rósalind starfa sem kennarar.
Tónleikarnir verða eins og áður segir kl. 20:00 á morgun og eru Miðar seldir við innganginn, en einnig er hægt að panta miða í síma 823-3289. Húsið tekur ca. 90 manns og er ætlunin að fylla það!
Yfirskriftin á tónleikunum er “Brúðkaup Fígarós, valin atriði”. Við flytjum aríur, dúetta og tríó á þessum tónleikum. Það sem verður frábrugðið venjulegum tónleikum er að við verðum í búningum í anda 18. aldar og með leikræna tilburði.
Af hverju völduð þið þessa óperu eftir Mozart?
Mozart er í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum og Brúðkaup Fígarós er ein af frægustu óperum hans og er hún uppfull af skemmtilegri tónlist. Við áttum satt að segja erfitt með að velja úr óperunni, hefðum helst viljað setja upp alla óperuna, en við erum bara þrír söngvarar og píanóleikari.
Hafið þið áður haldið slíka tónleika áður?
Við höfum áður haldið tvenna tónleika saman, það voru óperutónleikar með okkur þremur og þremur söngvurum til viðbótar. Þeir tónleikar gengu mjög vel.
Hvernig lágu leiðir ykkar saman?
Við byrjuðum öll sama ár í söngskólanum í Reykjavík, þar lærðu Rósalind og Valgerður söng hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Gunnar hjá þeim Guðmundi Jónssyni og Bergþóri Pálssyni. Að námi loknu fór Valgerður í framhaldsnám til Englands en Gunnar og Rósalind til Spánar. Frank kynntumst við eftir að Gunnar og Rósalind fluttu til Grindavíkur þar sem Gunnar starfar sem skólastjóri tónlistarskólans í Grindavík og Frank og Rósalind starfa sem kennarar.
Tónleikarnir verða eins og áður segir kl. 20:00 á morgun og eru Miðar seldir við innganginn, en einnig er hægt að panta miða í síma 823-3289. Húsið tekur ca. 90 manns og er ætlunin að fylla það!