Ópera fyrir alla
Það var líf og fjör þegar ljósmyndari leit við á æfingu hljómsveitarinnar sem spilar undir í óperunum á vegum Norðuróp. Garðar Cortes sér um hljómsveitarstjórn í óperunni Gianni Schicchi eftir Puccini og Sálumessu Sigurðar Sævarssonar.
Mynd: Garðar Cortes einbeittur við hljómsveitarstjórnun.Æfingarnar lofa góðu og það verður forvitnilegt að sjá sýningar hópsins. „Það hafa verið krakkar á æfingum hjá okkur og þau veltust um af hlátri“, segir Jóhann Smári einn af aðalsöngvurum sýningarinnar. Óperurnar eiga erindi til allra, hvort sem þeir eru unnendur klassíksrar tónlistar eða ekki. Á meðan æfing hljómsveitarinnar fór fram voru Jóhann Smári og Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri í óðaönn að setja upp sviðsmynd í Dráttarbrautinni en margir bæjarbúar hafa lagt hönd á plóginn við uppsetningu sýninganna. Á sama tíma og æfingar fyrir sýningarnar á næstu helgi fara fram standa yfir æfingar á óperunni Z-ástarsaga eftir Sigurð Sævarsson en hún er byggð á samnefndri bók Vigdísar Grímsdóttur. Z-ástarsaga verður frumsýnd á Ljósanótt 1. september. Miðasala fer fram í Sparisjóðnum.
Mynd: Garðar Cortes einbeittur við hljómsveitarstjórnun.Æfingarnar lofa góðu og það verður forvitnilegt að sjá sýningar hópsins. „Það hafa verið krakkar á æfingum hjá okkur og þau veltust um af hlátri“, segir Jóhann Smári einn af aðalsöngvurum sýningarinnar. Óperurnar eiga erindi til allra, hvort sem þeir eru unnendur klassíksrar tónlistar eða ekki. Á meðan æfing hljómsveitarinnar fór fram voru Jóhann Smári og Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri í óðaönn að setja upp sviðsmynd í Dráttarbrautinni en margir bæjarbúar hafa lagt hönd á plóginn við uppsetningu sýninganna. Á sama tíma og æfingar fyrir sýningarnar á næstu helgi fara fram standa yfir æfingar á óperunni Z-ástarsaga eftir Sigurð Sævarsson en hún er byggð á samnefndri bók Vigdísar Grímsdóttur. Z-ástarsaga verður frumsýnd á Ljósanótt 1. september. Miðasala fer fram í Sparisjóðnum.