Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

ÓP-hópurinn heldur tónleika í Grindavík
Miðvikudagur 10. mars 2010 kl. 08:18

ÓP-hópurinn heldur tónleika í Grindavík


Sunnudagskvöldið, 14.mars kl. 20:00 verður Óp-hópurinn með tónleika í Saltfiskssetrinu í Grindavík. Á dagskrá verða sungin og leikin atriði úr ýmsum óperum og óperettum.

Óp-hópurinn hefur verið með hádegistónleika í allan vetur í íslensku óperunni, þar sem hann hefur flutt bæði með söng og leik senur úr ýmsum óperum, við miklar vinsældir, auk þess hefur hann komið fram í Duus-húsum í Keflavík, Hafnarborg í Hafnarfirði og í Stokkalæk á Rangárvöllum.
Óp-hópinn skipa þau Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Erla Björg Káradóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Jóhanna Héðinsdóttir, Jón Svavar Jósefsson, Rósalind Gísladóttir og Rúnar Þór Guðmundsson, um píanóleik sér Antonía Hevesi.
 
Þess má geta að Þau Bylgja Dís og Rúnar Þór lentu í fyrsta og öðru sæti í alþjóðlegu söngvarakeppninni Barry Alexander International Vocal Competition nú í byrjun árs og er Bylgja Dís nýkomin frá New York þar sem hún söng í Carnegie Hall.

Tónleikarnir eru í boði Grindavíkurkaupstaðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024