One Six Right - fræðslumynd um Ásbrú þeirra í Ameríku sýnd á fimmtudag
Van Næs eða Van Nuys er Ásbrú þeirra í Kaliforníu og eins og á Keflavíkurflugvelli þá var herstöðin þar lögð af í lok kalda stríðsins. Gerð hefur verið fræðslumynd um flugvöllinni í Kaliforníu og verður hún sýnd í Andrews leikhúsinu á Ásbrú nk. fimmtudag kl. 17:30 og eru allir velkomnir.
Fræðslumyndin “One Six Right” fjallar um Van Nuys (Van Næs) flugvöll í Kaliforníu sem á y´mislegt sameiginlegt með Keflavíkurflugvelli. Herinn hætti að nota völlinn í lok kalda stríðsins og eftir það byggðist hann upp sem miðstöð almannaflugs (General Aviation) og áætlunarflugs miðlungsstórra flugvéla. Van Nuys hefur fengið að vaxa og dafna samkvæmt framboði og eftirspurn á hverjum
tíma og í dag eru 10.000 störf á og við völlinn.
Nágrannar vallarins hafa skilning á mikilvægi hans fyrir svæðið og myndin sy´nir hvað hægt er að gera þegar ríkjandi jákvæð viðhorf sameinast í uppbyggingu vallarins með fjölgun flugrekstraraðila, viðhaldsfyrirtækja, sérþekkingar og frumkvöðlastarfsemi.
Þar sem Keflavíkurflugvöllur er að sumu leyti í sömu sporum og Van Nuys var áður er við hæfi að íhuga: Hvert stefnir Keflavíkurflugvöllur? Myndin er áberandi fallega tekin og fjöldinn allur af flugvélum sy´ndur við fjölbreytt verkefni. Aðgangur er ókeypis og eru flugnemar, flugkennarar, flugvirkjar, flugumferðarstjórar, embættismenn og áhugasamir íbúar á Reykjanessvæðinu hvattir til að mæta. Popp og Gos á vægu verði.
Verið velkomin.
Keilir Flugakademía