Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Omnis, Canon og Ljósop með ljósmyndasamkeppni
Mánudagur 1. september 2008 kl. 15:43

Omnis, Canon og Ljósop með ljósmyndasamkeppni

Omnis, Canon og Ljósop, í samstarfi við Ljósmyndakeppni.is, standa fyrir ljósmyndasamkeppni í tengslum við Ljósanótt. Þemað er að sjálfsögðu ,,ljós" og er um hraðkeppni að ræða en keppnistíminn er frá 1. til 4. september, þ.e. myndin þarf að vera tekin dagana 1. - 4. september 2008 og þarf að skila inn upprunalegri mynd til að sjá EXIF upplýsingar.

Skila þarf myndum inn á www.ljosmyndakeppni.is fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 4. september.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurvegarinn hlýtur Canon PIXMA Pro9000 A3+ ljósmynda bleksprautuprentara að verðmæti 84.900 kr. en 20 bestu myndirnar verða jafnframt prentaðar á slíkan prentara og hafðar til sýnis í Omnis Reykjanesbæ. Omnis áskilur sér rétt að nota myndirnar sem sendar eru í keppnina í kynningarstarfsemi.

Verðlaunaafhending verður föstudaginn 5. september kl. 18.00 í Omnis, Tjarnargötu 7.

Dómnefnd skipa Björn Ingi Pálsson, rekstrarstjóri Omnis Reykjanesbæ, Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon neytendabúnaðar hjá Nýherja, og Oddgeir Karlsson, ljósmyndari.