Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 29. nóvember 2001 kl. 18:01

Ömmur og afar á leikskólunum

„Ömmu og afadagur“ var haldinn á nokkrum leikskólum í Reykjanesbæ í dag. Ömmur og afar létu sitt ekki eftir liggja og heimsóttu litlu krílin sín í skólann. Börnunum fannst augljóslega gaman að fá heimsókn og sýndu stolt það sem þau eru að gera í skólunum. Börnin tóku lagið og síðan var boðið upp á kaffi og meðlæti. Myndirnar hér að neðan eru teknar leikskólanum Hjallatúni í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024