Ömmu og afadagur í Gefnarborg
Ömmu og afadagur var á leikskólanum Gefnarborg í Garði sl. þriðjudag. Þetta var mjög skemmtilegur dagur og mætingin frábær að því er fram kemur á heimasíðu. Börnin tóku vel á móti ömmum sínum og öfum, sýndu þeim leikskólann sinn, buðu þeim síðan í kaffi og sýndu þeim myndir úr starfinu.
Börn, starfsfólk og gestir kunnu vel að meta þennan skemmtilega heimsóknardag og gaman að því hvað gestirnir létu misjafnlega löng ferðalög ekki aftra sér frá því að heimsækja vinnustað barnabarnanna.
Af vef Garðs