Ómetanlegt sjálboðaliða- og félagsstarf í Reykjanesbæ
Reykjanesbær bauð fulltrúum félaga, klúbba og samtaka til kaffisamsætis í gær í listasafni Duus, í tilefni góðgerðardaga skátanna. Í ræðu sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri hélt sagði hann starf „þriðja geirans“ en svo er félagsstarf jafnan kallað, væri gríðarlega mikilvægt í hverju bæjarfélagi. „Hér í Reykjaensbæ er öflugt starf unnið í fjölbreyttu félagsstarfi en einnig meðal einstakling. Fyrir það ber að þakka enda er það ómetanlegt,“ sagði Árni.
Fjölmargir mættu í samsætið og nutu veitinga og tónlistaratriða frá Tónlistarskólanum í Reykjanesbæ. Björk Gunnarsdóttir, þverflautunemandi og Ísak Daði Ingvason, klarinettnemandi léku fyrir gesti og Geirþrúður F. Bogadóttir lék með Ísak á hljómborð.
Björk Gunnarsdóttir, þverflautunemandi og Ísak Daði Ingvason, klarinettnemandi léku fyrir gesti og Geirþrúður F. Bogadóttir lék með Ísak á hljómborð.
Fjölmargir fulltrúar félaga og klúbba mættu í Duus hús.
Gestir notuðu tækifærið og skoðuðu hina glæsilegu sýningu „þorrablót“ í listasalnum. Stórskemmtileg sýning sem enginn ætti að missa af.