Ómar og Tómas með tónleika í Hljómahöll
Gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson halda tónleika í Hljómahöll 28. sept. nk.
Þeir félagar hafa spilað saman í áratug, ýmist tveir einir eða í fjölmennari hljómsveitum. Þeir hafa nú gefið út disk saman þar sem þeir semja fyrir hvorn annan og fór upptakan fram á Kolstöðum í Borgarfirði í sumar. Þeir munu kynna nýja diskinn á útgáfutónleikum um allt land á næstunni, þar á meðal í Hljómahöll 28. sept. nk.
Í tilkynningu frá Hljómahöll kemur fram að takmarkað magn miða sé í boði.