Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

OMAM gaf Barnaspítala hringsins blöðruómskanna
Hjómsveitin Of Monsters and Men.
Laugardagur 25. janúar 2014 kl. 16:24

OMAM gaf Barnaspítala hringsins blöðruómskanna

Gáfu bráða-og göngudeild Barnaspítala Hringsins blöðruómskanna ásamt hjólastandi og fylgihlutum.

Hljómsveitin Of Monsters and Men gaf bráða-og göngudeild Barnaspítala Hringsins Blöðruómskanna ásamt hjólastandi og fylgihlutum. Tækið verður merkt hljómsveitinni og styrktarfélaginu Hringnum. Kvenfélagið Hringurinn afhendir síðan barnaspítalanum 110 milljónir í styrk í tilefni af 110 ára afmæli þess.

Þetta kemur fram á vefsíðu RÚV. Of Monsters and Men gekk flest í haginn á síðasta ári. Sveitin átti meðal annars lag í einni vinsælustu kvikmynd vestanhafs, The Hunger Games: Catching Fire. Þá náði platan þeirra My Head is An Anmial platínusölu í Bandaríkjunum. 
 
Samtals námu styrkveitingar Hringsins í fyrra 148 milljónum. Mestu munar þar um afmælisgjöfina en Barnaspítali Hringsins tekur ákvörðun um þau tæki sem verða fyrir valinu.
 
Á vefsíðu Hringsins kemur fram að hljómsveitin hélt opna tónleika án aðgangseyris í ágúst síðastliðnum og allur ágóði af sölu stuttermabola og geisladiska á tónleikunum var látinn renna í Barnaspítalasjóð Hringsins.
 
Það voru tvö börn sem þá voru á Barnaspítalunum, þau Adam og Ágústa, sem teiknuðu myndirnar sem  prýða bolina. Bolina er enn hægt að kaupa í versluninni Sturlu á Laugavegi. Allur ágóði fer sem fyrr í Barnaspítalasjóðinn.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024