Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ólympíuleikar trúbadora á Bryggjunni í kvöld
Miðvikudagur 24. ágúst 2011 kl. 09:09

Ólympíuleikar trúbadora á Bryggjunni í kvöld

Í kvöld, miðvikudaginn 24. ágúst kl. 21:00, verða Ólympíuleikar Trúbadora á kaffihúsinu Bryggjunni og er aðgangur ókeypis. Hér er um að ræða fjölþjóðlegt tónleikaferðalag söngvaskálda sem komin eru til Íslands til að leika á Melodica tónlistarhátíðinni sem fer fram helgina 26.-28. ágúst nk. Söngvaskáldin koma víða að, frá Ítalíu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Þýskalandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


LISTAMENN:


Owels of the swamp (Ástralía) www.soundcloud.com/owlsoftheswamp

Owls of the swamp er einmenningssveit skipuð íslandsvininum Pete Uhlenbruch frá Ástralíu, en hann gaf fyrir nokkrum árum út plötuna Smoky Bay, sem fjallar um upplifun hans af því að fara úr íslensku sumri yfir í dimmu vetrarins. Nú hefur hann gefið út nýja plötu sem ber nafnið Go with river. Pete er einn af stofnendum Melodica hátíðarinnar og var skipuleggjandi hennar í Melbourne frá upphafi.


Torben Stock (Þýskaland) www.soundcloud.com/torbenstock

Torben Stock er söngvaskáld frá Þýskalandi, sem gaf nýverið út plötuna Rocket, sem hefur hlotið góðar viðtökur í heimalandinu. Torben er afar virkur í listalífi heimaborgar sinnar Hamborg og er einnig aðalskipuleggjandi Melodica hátíðarinnar þar í bæ. Tónlist Torbens býr yfir angurværð og dýpt sem heillar hlustandann upp úr skónum.


Elliot Rayman (USA) www.myspace.com/elliotrayman

Elliot Rayman er fæddur í Norður Kaliforníu en býr í Brooklyn, New York. Hann leikur bæði á kassagítar og rafmagnsgítar og sækir í þjóðlagaarf suðurríkjanna í tónlist sinni. Textar hans eru hjartnæmir og tilfinningaríkir en um leið brimsaltir og örir.


Athebustop (Ítalía) www.soundcloud.com/athebustop

Athebustop er einmenningshljómsveit ítalska söngvaskáldsins Claudio Donzelli. Lög hans eru innileg, ljóðræn og tilfinningarík en rödd hans mjúk og hlý. Claudio er einnig einn af skipuleggjundum Melodica í Berlín og hefur getið sér gott orð þar í borg.


The Friday night idols (Ísland) www.myspace.com/thefridaynightidols

The Friday night idols er listasmiðja trúbadorsins Tryggva Gígjusonar sem hefur unnið mikið undir yfirborði íslenska þjóðlagaheimsins undanfarin ár en kíkir upp öðru hvoru til að heilla áhorfendur á listakvöldum. Tryggvi syngur persónulegan óð til lífsins og segir í ljóðum sínum sögur um hið mannlega ástand, von og vonleysi, þrá og átök.


Allir velkomnir.