Ölvaður með kynlífsdúkku í árekstri
Mjög sérstakt umferðarslys varð á mótum Kirkjuvegar og Vesturgötu í Keflavík í apríl árið 2000. Þá lenti ölvaður ökumaður í árekstri við kyrrstæða bifreið. Áreksturinn sem slíkur var ekkert öðruvísi en margir aðrir, heldur var það þögult vitni vettvangi slyssins sem vakti athygli lögreglunnar og ljósmyndara Víkurfrétta.
Vitnið, ef svo má að orði komast, reyndist vera kynlífsdúkka. Við áreksturinn kom hins vegar aukagat á dúkkuna, svo allur vindur var úr henni þegar björgunarlið kom á vettvang.
Raunir kynlífsdúkkunnar urðu einnig að efni í teiknimyndasögu hjá Braga Einarssyni, sem þá þessum tíma starfaði sem grafískur hönnuður hjá Víkurfréttum.