Öll fjölskyldan á kafi
„Ég er kona tónskáldsins og er látin mála sviðsmyndina ásamt tengdapabba“, segir Dröfn Rafnsdóttir þegar hún er beðin um að kynna sig. Hún er hress og kát og greinilega sátt við þessi örlög sín.
Dröfn fullyrðir að Sævar „tengdó“ sé algjör galdramaður þegar kemur að því að meðhöndla pensla og málningu og því sé gott að vinna undir leiðsögn hans. „Öll fjölskyldan er á kafi í þessu“, bætir Dröfn við. „Dóttir mín er á leiðinni hingað til að hjálpa okkur og amman passar yngri börnin heima á meðan. Konan hans Jóhanns Smára syngur til dæmis í sýningunni og tekur þátt í auglýsingastússi og fleiru.“
Dröfn er varla búin að sleppa orðinu þegar Sævar tengdó mætir á svæðið vopnaður málbandi sem hann dregur út og ber við Jóhann Smára sem er einnig nýmættur. „Þetta er það sem maður kallar bjartsýnismæli“, segir Sævar en af mælingunni sést að af henni hefur Jóhann Smári meira en nóg - hann virðist allavega geta nært heila stórfjölskyldu á eigin bjartsýni og þá er nú mikið sagt...
Dröfn fullyrðir að Sævar „tengdó“ sé algjör galdramaður þegar kemur að því að meðhöndla pensla og málningu og því sé gott að vinna undir leiðsögn hans. „Öll fjölskyldan er á kafi í þessu“, bætir Dröfn við. „Dóttir mín er á leiðinni hingað til að hjálpa okkur og amman passar yngri börnin heima á meðan. Konan hans Jóhanns Smára syngur til dæmis í sýningunni og tekur þátt í auglýsingastússi og fleiru.“
Dröfn er varla búin að sleppa orðinu þegar Sævar tengdó mætir á svæðið vopnaður málbandi sem hann dregur út og ber við Jóhann Smára sem er einnig nýmættur. „Þetta er það sem maður kallar bjartsýnismæli“, segir Sævar en af mælingunni sést að af henni hefur Jóhann Smári meira en nóg - hann virðist allavega geta nært heila stórfjölskyldu á eigin bjartsýni og þá er nú mikið sagt...