Óli Björns níræður bauð upp á hval og loðnu
Fjöldi vina og ættingja heimsótti Ólaf Björnsson, fyrrverandi útgerðarmann í Keflavík, á 90 ára afmæli hans í gær.
Ólafur bauð meðal annars upp á steikta loðnu og hvalkjöt í veislunni sem haldin var í Duus-húsum í Keflavík og þótti mörgum það við hæfi. Ólafur var atkvæðamikill á mörgum sviðum í atvinnu- og mannlífinu í bæjarfélaginu og þótti framsýnn á mörgum sviðum. Hann lét t.d. smíða fyrsta frambyggða bátinn og notaði fyrstur skutdrátt á Baldri KE sem varð mikill aflabátur. Á seinni árum byrjaði Ólafur að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir og sjóstangaveiði í Faxaflóa. Kappinn er enn við ágæta heilsu og spjallaði hann við gesti í afmælishófinu þó sjónin sé farin að daprast.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í afmælishófinu og hægt er að sjá fleiri í myndasafni VF með því að smella hér.
Kristján Loftsson, oft kenndur við Hval hf. talaði til afmælisbarnsins en Ólafur Björnsson vann hjá föður Kristjáns á sínum tíma.
Fjöldi gamalla vina Ólafs heilsuðu upp á hann á afmælisdaginn. Hér spjallar hann við Maríu Arnlaugsdóttur. Borgar sonur hans er hinum meginn.
Ketill Vilhjálmsson, Svanur Vilhjálmsson og Þórir Ólafsson.
Guðrún Ólöf Guðjónsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir.
Þórunn Þórisdóttir, Sturlaugur Björnsson og Matthildur kona hans.
Óli Björns var harður krati. Hér má sjá kunna krata í veislunni, f.v. Árni P. Árnason, Vilhjálmur Skarphéðinsson, Karl Steinar Guðnason og Björgvin G. Sigurðsson.