Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Olgeir verður með ljósmyndasýningu á Sandgerðisdögum
Þriðjudagur 24. ágúst 2010 kl. 14:28

Olgeir verður með ljósmyndasýningu á Sandgerðisdögum

Olgeir Andrésson kallar sig útigangsljósmyndara.  Hann einbeitir sér að ljósmyndun utandyra á tímum þegar flestir aðrir eru í fastasvefni.  Olgeir verður með ljósmyndasýningu á Sandgerðisdögum í Listatorgi. Sýning hans opnar á miðvikudaginn kl. 14:00
 
Olgeir hefur tekið stórstígum framförum í listinni og náð einstökum árangri í norðurljósamyndum.  Undanfarin ár hefur hann hlotið fjölda viðurkenninga fyrir myndir sínar og var kosinn ljósmyndari ársins hjá danska ljósmyndablaðinu Zoom.
 
Þá hefur alþjóðafyrirtækið Kodak nýtt sér myndir eftir hann og birt á Times Square í New York.
Olgeir hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis.
 
Á sýningunni má vænta þess að nýútkomin bók Olgeirs, Northern Lights in Iceland/Nordlicht in Island, verði til sölu en þar nær þessi einstaki ljósmyndari að fanga stórkostlegt sjónvarspil hins íslenska veturhimins.  Í bókinni eru um 100 einstakar ljósmyndir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024