Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

 Olga Björt: Sumarið verður líklega hlýtt og gott
Laugardagur 23. apríl 2011 kl. 16:38

Olga Björt: Sumarið verður líklega hlýtt og gott

Njarðvíkingurinn Olga Björt Þórðardóttir ætlar að verja páskunum í próflestur en hún er að klára BA nám í íslensku og fjölmiðlafræði. Hún á von á því að ferðast innanlands í sumar og fara með fjölskylduna í Borgarfjörðinn eða Stykkishólm.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


- Hvernig á að verja páskunum?
„Páskarnir fara mestmegnis í próflestur. Ég er að klára BA námið í íslensku og fjölmiðlafræði“.

- Gefur þú mörg páskaegg eða færðu mörg egg?
„Ég gef dætrum mínum sitt hvort og svo unnustanum líklega eitt. Það yrði nú gaman að fá eitt líka, helst lakkrísegg“.

- Á að ferðast innanlands eða utan?

„Ég verð að vinna í allt sumar hjá Jónum Transport, en tek líklega eina viku frí og þá förum við fjölskyldan í sumarbústað mömmu og pabba í Borgarfirðinum eða í hús tengdafjölskyldunnar í Stykkishólmi“.

- Hvernig sumar fáum við?

„Spárnar segja að vetur og sumar frjósi saman, svo að sumarið verður líklega hlýtt og gott. Það verður a.m.k. alltaf sól í hjarta.“


- Hvernig hefur veturinn verið hjá þér?
„Í vetur hef ég verið að skrifa lokaritgerð og sinna öðru í náminu, samhliða því að skrifa vikulega pistla á Pressuna og grípa eitt og eitt aukaverkefni“.


- Næg verkefni?
„Já, ég er lánsöm að hafa mikið að gera, hvort sem það er í móðurhlutverkinu eða öðrum. Ég passa mig þó á því að ná hvíld inni á milli og nýti þá tengslanetið mitt, yndislega fólkið mitt og tengdafólk. Án þeirra gengju hlutirnir líklega ekki upp“.