Óléttan breytti hugarfarinu
Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir, danskennari og stuðningsfulltrúi í Myllubakkaskóla segir að verða ólétt hafi breytt hugarfari hennar mikið á góðan hátt. Hún svaraði áramótaspurningum Víkurfrétta:
Hvernig fagnaðir þú áramótunum?
„Þetta verða voða róleg áramót hjá mér. En ég ætla að vera með fjölskyldunni, borða góðan mat og njóta.“
Ertu með áramótaheiti fyrir 2020?
„Ég er með nokkra hluti í huga, eitt af því er að hugsa betur um sjálfa mig.“
Hvað var það besta sem gerðist hjá þér persónulega 2019?
„Ég varð ólétt, það hefur breytt hugarfarinu ótrúlega mikið á góðan hátt.“
Hvað var það besta sem gerðist í samfélaginu 2019 að þínu mati?
„Lengingin á fæðingarorlofinu er kannski það sem er mér efst í huga einmitt núna.“