Ólafs saga Ólafssonar
Njarðvíkingurinn Eygló Gísladóttir stundar nám við ljósmyndaskóla Sissu en þaðan mun hún útskrifast í janúar næstkomandi. Eygló sem hefur verið með myndavélina á lofti undanfarin ár vann áhugavert skólaverkefni á dögunum þar sem hún átti að segja sögu með myndum. Hún var þegar byrjuð að vinna ákveðið verkefni þegar Ólafur Ólafsson körfuknattleiksmaður í Grindavík varð fyrir því óláni að meiðast illa í undanúrslitum Íslandsmótsins vorið 2012.
Eygló var fljót að kasta hinu verkefninu til hliðar en fjölskylda Ólafs gaf góðfúslegt leyfi fyrir því að Eygló fengi að fylgjast með og skjalfesta sögu Ólafs. Eins og flestir vita stóðu Grindvíkingar að lokum uppi sem Íslandsmeistarar en sú varð einnig raunin í ár.
Hér að neðan eru nokkrar myndir frá þessu ferli en fleiri myndir frá Eygló má finna á vefsíðu hennar http://eyglogisla.blogspot.com/. Það er kannski satt sem þeir segja, mynd segir oft meira en þúsund orð.
Hér má sjá myndirnar eins og þær birtust í Víkurfréttum fyrir skömmu.