Okkar fallega Grindavík - samsýning ljósmyndara
Í menningarvikunni verður ljósmyndasýning fjögurra Grindvíkinga á kaffihúsinu Bryggjunni undir yfirskriftinni Okkar fallega Grindavík. Þar munu Haraldur Hjálmarsson, Eyjólfur Vilbergsson, Arnfinnur Antonsson og Valgerður Valmundsdóttir áhugaljósmyndarar sýna ljósmyndir frá Grindavík sem teknar hafa verið undanfarin misseri.
Myndirnar eru á striga og eru viðfangsefnin margvísleg eins og náttúran, mannlífið, dýralífið, bryggjan o.fl. Að sögn Hjálmars eiga þau öll sameiginlegt að hafa haft ljósmyndum sem ástríðu undanfarin ár. Allir velkomnir á sýninguna á opnunartíma Bryggjunnar.
Mynd: Valgerður.
Mynd: Eyjólfur.
Mynd: Arnfinnur.