Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Okkar eigin Grindavík“ - revían slær í gegn!
Laugardagur 9. apríl 2011 kl. 02:50

„Okkar eigin Grindavík“ - revían slær í gegn!

Frábær aðsókn hefur verið á sýninguna hjá unglingunum í Grunnskóla Grindavíkur en krakkarnir frumsýndu á dögunum leiksýningu, sem þau sömdu sjálf með aðstoð leikstjórans, Mörtu Eiríksdóttur. Áhorfendur hafa dásamað leikhópinn og sýninguna, sem þykir með eindæmum lífleg og skemmtileg.

Krakkarnir hafa sýnt fyrir fullu húsi alla vikuna og því hefur verið ákveðið að bjóða upp á aukasýningar í næstu viku. Þriðjudagskvöld 12.apríl klukkan 20:00 verður sérstök boðssýning fyrir eldri borgara Grindavíkur en miðvikudagskvöld 13. apríl og fimmtudagskvöld 14.apríl klukkan 20:00 verður almenn sýning opin öllum, á sal Grunnskólans í Grindavík. Þetta verða jafnframt síðustu sýningar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sýning sem gleður alla, jafnt börn sem fullorðna. Miðasala fer fram við innganginn. Miðaverð 1.000 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn. Allir landsmenn hjartanlega velkomnir!