Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ókeypis kvöldskemmtun söngsveitarinnar Víkinga
Meðfylgjandi mynd var tekin á tónleikunum í Útskálakirkju í gærkvöldi. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 14. maí 2013 kl. 11:36

Ókeypis kvöldskemmtun söngsveitarinnar Víkinga

Söngsveitin Víkingar heldur sína árlegu vortónleika í þessari viku. Í gærkvöldi sungu þeir í Útskálakirkju. Þeir verða í kvöld í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 20:00 og á morgun, miðvikudag í Safnaðarheimilinu í Sandgerði. Yfirskrift tónleikanna er: Frá okkur til ykkar með sumarkveðju, enda er enginn aðgangseyrir innheimtur og allir velkomnir.

Efnisskráin er að venju létt og skemmtileg, góð blanda af  íslenskum og erlendum lögum frá ýmsum tímum. Stjórnandi er Steinar Guðmundsson.

Meðfylgjandi mynd var tekin á tónleikunum í Útskálakirkju í gærkvöldi. VF-mynd: Hilmar Bragi
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024