Mannlíf

Ókeypis bíósýningar í Duushúsum í dag
Laugardagur 14. nóvember 2015 kl. 03:00

Ókeypis bíósýningar í Duushúsum í dag

Norrænir kvikmyndadagar á Suðurnesjum

Seinasti sýningardagur á Norrænum kvikmyndadögum á Suðurnesjum er laugardagur 14. nóvember.

Kl. 13:00 verður sýnd danska myndin Antboy sem er bráðskemmtileg barnamynd um ofurhetju (Sjá myndskeið neðan við frétt).

Kl. 17:00 er lokaatriðið á bíódögum Norrænu félaganna á Suðurnesjum sem er forsýning heimildarmyndarinnar Veðrabrigði eftir Ásdísi Thoroddsen.
Myndin er tekin á Flateyri sem er hefðbundið íslenskt sjávarþorp. Þar hefur tilveran byggst á útgerð og fiskvinnslu alla tíð. Með tilkomu kvótakerfisins færðust örlög þorpsbúa í hendur þeirra sem réðu kvótanum. Á síðustu fimm árum hefur íbúum Flateyrar fækkað um 35%. Unga fólkið hefur flutt burt um leið og atvinnutækifærum hefur fækkað.

Allir velkomnir í bíósal Duushúsa á meðan húsrúm leyfir í þessum elsta bíósal á Suðurnesjum.

Norrænu félögin í Garði, Reykjanesbæ, Vogum og Grindavík.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25