Ókeypis á nýárstónleika
Skemmtilegir jass, gospel og swingtónleikar verða í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 3. janúar kl. 15:00.
Sönghópurinn Joyces kemur fram ásamt góðum gestum frá Reykjanesbæ. Joyces er blandaður kvartett og koma meðlimir hópsins frá Íslandi og Þýskalandi. Þau eru stödd hér á landi í annað sinn og halda tónleika víða um land. Nánari upplýsingar um hópinn má nálgast á heimasíðu þeirra www.joyces.eu
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir, segir í tilkynningu.