Ók á ljósastaur á Reykjanesbraut og velti bílnum

Bílvelta varð síðdegis í gær á Reykjanesbraut, norðan við Vogaafleggjara. Atvikið varð með þeim hætti að ökumaðurinn ók á ljósastaur og fór bifreiðin í kjölfarið þrjár veltur. Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

 

Þá varð harður árekstur á Njarðarbraut á laugardag þegar tveir bílar skullu saman. Ökumaðurinn sem valdur var að árekstrinum reyndist vera sviptur ökuréttindum. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki en fjarlægja þurfti báða bílana með dráttarbifreið.