Mannlíf

Óheppin kona datt í stóra lukkupottinn
Föstudagur 8. mars 2019 kl. 15:51

Óheppin kona datt í stóra lukkupottinn

Bandarískur grunnskólakennari, kona á besta aldri, datt í lukkupottinn þegar hún vann samkeppnina #FeelingBlue sem Blue Car Rental bílaleigan stóð fyrir.  Þar var mjög seinheppnu fólki boðið að senda inn myndband með raunarsögu sinni. Sá þátttakandi sem var búinn að vera hvað óheppnastur síðustu misseri var valinn sigurvegari og kom til Íslands í eina heljarinnar skemmtiferð. Auðvitað var allt til gamans gert og þátttakendur eindregið hvattir til að sýna spaugilegu hliðina á vandræðum sínum. 

Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Blue Car Rental segir þetta hafa verið skemmtilega og vel heppnaða tilraun.  „Fólk tengir þetta „Feeling Blue“ óhjákvæmilega við eitthvað neikvætt þannig að okkur datt í hug að reyna að breyta því. Það heppnaðist svona líka vel og sigurvegarinn var alveg í skýjunum auðvitað.“   

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

#FeelingBlue keppnin vakti mikla athygli um heim allan og bílaleigunni bárust fjölmörg myndbönd frá óheppnu fólki sem sagði sína sögu á skemmtilegan hátt. Þó enginn eins og sigurvegarinn, Liz Connor frá Bandaríkjunum. Hún var á endanum valin heppnasti óheppnasti þátttakandinn fyrir myndband sem samstarfsfélagar hennar hjálpuðu henni að búa til.

Liz, sem er grunnskólakennari á besta aldri, hafði ekki átt sjö dagana sæla. Hrakfallasaga hennar ætlaði engan endi að taka en hún hafði meðal annars runnið í sömu bleytunni í skólanum þrisvar og slasað sig í hvert skipti, dottið af stól og brotið á sér rófubeinið og brotið tönn þegar hún beit í rækju á skemmtiferðaskipi. 

Liz var þrumu lostin og yfir sig ánægð þegar hún frétti að hún væri að koma til Íslands í skemmtiferð í boði Blue bílaleigunnar. Hún og sonur hennar komu skömmu fyrir jól og fengu vægast sagt konunglegar móttökur. Þau fóru víða um land, sáu helstu náttúruperlurnar og skelltu sér í nokkrar ferðir, meðal annars á hestbak, á fjórhjól og RIB-bát í Reykjavíkuhöfn. 

Ferðin gekk frábærlega í alla staði og Liz lítur ekki lengur á sjálfa sig sem óheppna konu. Við mælum sterklega með áhorfi á myndbandið sem segir hennar sögu.